Teymið

Við erum þriggja manna vinahópur sem hefur gaman af áskorunum. Við höfum frá unga aldri öll notið þess að fást við allskonar ráðgátur og vandamál, og leita lausna, eftir hefðbundnum og óhefðbundnari leiðum. Þegar hugmyndin að Spæjaraskólanum kviknaði vissum við að við yrðum að láta þessa hugmynd verða að veruleika, fyrir börnin okkar og fyrir okkar yngri sjálf!


Kristín Ólafsdóttir

Er með BA-gráðu í lögfræði og hefur síðustu sex ár starfað í opinberri stjórnsýslu, auk þess rekur hún sitt eigið fyrirtæki, Fjölnota. Kristín er skólastjóri Spæjaraskólans, en í því felst að hún sér um að allt gangi smurt og að allir skili sínu! Hún hefur yfirumsjón með áskrifendum, sendingum, og flestu því er snýr beint að nemendum í Spæjaraskólanum. Áhugamál Kristínar eru helst á sviði handavinnu og föndurs, en hún elskar að skapa. 

Lína Rut Olgeirsdóttir

Hefur lokið meistaraprófi í lögfræði, en hún er auk þess löggiltur fasteignasali. Hún hefur starfað við fasteignasölu síðastliðin 5 ár, auk þess að reka sitt eigið fyrirtæki, Fjölnota. Lína sér um handrit ráðgátukassanna og þrautirnar þar, auk samfélagsmiðla og annars sem til fellur. Í dauðum tíma er gjarnan hægt að finna Línu á rólegum stað með bók í hönd.

Guðmundur Valur Viðarsson

Er grafískur og margmiðlunarhönnuður. Hann er einn af stofnendum Radiant Games og var yfirhönnuður- og teiknari tölvuleiksins Box Island þar sem markmiðið er að þjálfa rökhugsun barna í gegnum forritunarleik, en leikurinn hefur unnið fjölda viðurkenninga. Guðmundur sér um hönnun á öllu efni fyrir ráðgátukassana, auk alls kynningar- og markaðsefnis. Guðmundur er sveitastrákur í húð og hár með óslökkvandi áhuga á öllu sem við kemur víkingum, og því kemur það ekki á óvart ef hann er í víkingafötum með sverð og skjöld.