Teymið

Við erum þriggja manna vinahópur sem hefur gaman af áskorunum. Við höfum frá unga aldri öll notið þess að fást við allskonar ráðgátur og vandamál, og leita lausna, eftir hefðbundnum og óhefðbundnari leiðum. Þegar hugmyndin að Spæjaraskólanum kviknaði vissum við að við yrðum að láta þessa hugmynd verða að veruleika, fyrir börnin okkar og fyrir okkar yngri sjálf!


Kristín Ólafsdóttir

Kristín er skólastjóri Spæjaraskólans, en í því felst að hún sér um að allt gangi smurt og að allir skili sínu! Hún hefur yfirumsjón með áskrifendum, sendingum, og flestu því er snýr beint að nemendum í Spæjaraskólanum.

Lína Rut Olgeirsdóttir

Lína sér um handrit ráðgátukassanna og auk samfélagsmiðla og annars sem til fellur.

Guðmundur Valur Viðarsson

Er grafískur og margmiðlunarhönnuður. Guðmundur sér um hönnun á öllu efni fyrir ráðgátukassana, auk alls kynningar- og markaðsefnis.