Algengar spurningar
Hvað er Spæjaraskólinn?
Spæjaraskólinn eru ráðgátukassar fyrir 9-12 ára krakka.
Fyrir hverja er Spæjaraskólinn?
Spæjaraskólinn er fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára.
Eruð þið með eitthvað sambærilegt fyrir aðra hópa?
Nei, því miður. Við útilokum þó ekki að færa út kvíarnar ef vel gengur.
Hvað þarf ég að eiga til að geta leyst gáturnar?
Það er nauðsynlegt að eiga blað og skriffæri, en auk þess er nettengt tæki (tölva, spjaldtölva, sími) nauðsynlegt, því slá þarf inn svör og hægt er að sækja vísbendingar inn á heimasíðuna.
Hvað ef ég get ekki leyst ráðgátuna?
Til að leysa ráðgáturnar þarf þolinmæði, ekki ætlast til þess að geta leyst allt í kassanum strax og án vinnu. Ef þú hins vegar strandar, þá má nálgast vísbendingar á heimasíðunni.
Hverju má ég búast við af ráðgátukassanum?
Ráðgátukassarnir eiga að veita krefjandi afþreyingu í um tvær klukkustundir. Þeir bjóða upp á afþreyingu sem krefst framlags frá áskrifandanum.
Get ég gerst áskrifandi og fengið kassana senda út fyrir Ísland?
Já, en sendingarkostnað verður þú að greiða. Hafðu samband við okkur á kristin@radgatur.is og við finnum lausn.