Algengar spurningar


Hvað er Spæjaraskólinn?

Spæjaraskólinn eru ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka.

Hvernig virkar þetta?

Þú færð sendan kassa annan hvern mánuð, en í honum er að finna sögu sem og þrautir sem þarf að leysa til að komast að lausn ráðgátunnar. 

Fyrir hverja er Spæjaraskólinn?

Spæjaraskólinn er fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára. 

Eruð þið með eitthvað sambærilegt fyrir aðra hópa?

Nei, því miður. Við útilokum þó ekki að færa út kvíarnar ef vel gengur.

Hvenær kemur næsti kassi?

Kassar eru sendir út fjórum sinnum á ári, tveir á haustönn og tveir á vorönn.

Hvenær fæ ég rukkun fyrir kassanum?

Kassinn er gjaldfærður á skráð greiðslukort fimmtánda dag útsendingarmánaðar. Takist ekki að gjaldfæra kortið verður stofnuð krafa sem birtist í heimabanka.

Hvernig segi ég upp áskriftinni?

Best er að segja upp áskriftinni með að senda tölvupóst á netfangið kristin@radgatur.is, en uppsagnir verða að hafa borist fyrir tíu nda dag sendingarmánaðar til að taka strax gildi, en annars verður uppsögn virk næsta útsendingarmánuð á eftir. 

Hvernig gerist ég áskrifandi?

Þú fylllir inn formið hér á síðunni, undir „gerast áskrifandi“.

Hvað þarf ég að eiga til að geta leyst gáturnar?

Það er nauðsynlegt að eiga blað og skriffæri, en auk þess er nettengt tæki (tölva, spjaldtölva, sími) nauðsynlegt, því slá þarf inn svör og hægt er að sækja vísbendingar inn á heimasíðuna. 

Hvað ef ég get ekki leyst ráðgátuna?

Til að leysa ráðgáturnar þarf þolinmæði, ekki ætlast til þess að geta leyst allt í kassanum strax og án vinnu. Ef þú hins vegar strandar, þá má nálgast vísbendingar á heimasíðunni. 

Hverju má ég búast við af ráðgátukassanum?

Ráðgátukassarnir eiga að veita krefjandi afþreyingu í um tvær klukkustundir. Þeir bjóða upp á afþreyingu sem krefst framlags frá áskrifandanum. 

Get ég gerst áskrifandi og fengið kassana senda út fyrir Ísland?

Já, en sendingarkostnað verður þú að greiða. Hafðu samband við okkur á kristin@radgatur.is og við finnum lausn. 

Hvenær kemur pakkinn?

Kassarnir eru sendir út fyrir lok hvers oddamánaðar (þ.e.a.s. janúar, mars, maí, júlí, september og nóvember) og ættu því að berast nokkrum dögum síðar.