Vísbendingar – Dýragátan

Umslag 1

Vísbending 1

 Með því að fylgja línunni geturðu séð hvar síminn er.

Vísbending 2

Berðu línuna saman við stafaspjöldin. 

Vísbending 3

 Fylgdu línunni á stafaspjaldinu til að lesa hvar síminn er. Örin segir til um í hvaða átt á að lesa. 

Umslag 2

Vísbending 1

Teldu eins og steinarnir séu númer 1 til 10, frá vinstri til hægri.

Vísbending 2

Fylgdu vísunni og teldu í takt við vísnuna frá steini nr. 1.

Vísbending 3

Mundu að byrja næsta erindi á sama stað og hitt endaði. 

Umslag 3

Vísbending 1

Með því að draga línu í gegnum þrjú tákn er hægt að sjá hvað er í holunni. 

Vísbending 2

Táknin eru ekki bara í beinni línu, þau geta líka verið á ská eða í annars konar hnapp.

Vísbending 3

Það getur verið gott að tengja nálægar þrennur saman. 

Umslag 4

Vísbending 1

Fylgdu sporunum til að sjá hvert Fenrir fór

Vísbending 2

Mundu að Fenrir er stór hundur sem skilur eftir sig stór spor. 

Vísbending 3

Fenrir hefur labbað í hringi þar sem hann fann ætið. 

Umslag 5

Vísbending 1

Mundu að fylgja rauðum og bláum loppum til skiptis. Ef það eru tvær eins doppur hlið við hlið þarftu að fara aðra leið.

Vísbending 2

Slóðin byrjar við örina á Bæjartúni og fylgir svo loppunum til skiptis.

Vísbending 3

Slóðin endar við þá götu þar sem það er ekki lengur hægt að fylgja loppunum til skiptis. 

Umslag 6

Vísbending 1

Púslaðu bútunum saman til að sjá hvað stendur á diskinum.

Vísbending 2

Ekki gleyma að klippa bútana til að geta púslað. 

Vísbending 3

Nú reynir á vandvirkni og þolinmæði við að klippa svo púslin passi saman.Umslag 7

Vísbending 1

Nú er gott að vera með eintak af Dýrahandbókinni. 

Vísbending 2

Hlustaðu hvaða dýr heyrast.

Vísbending 3

Hvert dýr hefur sér blaðsíðu í handbókinni.