Vísbendingar – Fjörugátan

Kistillinn

Vísbending 1

Útskurðurinn minnir á áttavita. Hvert strik táknar eina átt. Staðsetning höfuðáttanna er útskýrð í sögunni. 

Vísbending 2

Höfuðáttirnar benda upp (norður), niður (suður), til hægri (austur) og til vinstri (vestur). Þegar áttin er auðkennd með tveimur bókstöfum þá er vísað í þau strik sem eru mitt á milli höfuðáttanna, og heiti þeirra fer eftir milli hvaða tveggja höfuðátta þau eru. 

Vísbending 3

Strikin sem eru mitt á milli höfuðáttanna heita: suð-vestur, suð-austur, norð-austur og norð-vestur. Þegar það eru þrír stafir í skammstöfuninni þýða seinni tveir hvaða strik mitt á milli höfuðáttanna er vísað í, og fremsti stafurinn segir þér nær hvorri höfuðáttinni þú átt að vera. Áttir sem eru skammstafaðar með fleiri en einum bókstaf kallast milliáttir. 

Útlínumyndin

Vísbending 1

Hvaða skip er eins og á myndinni?

Vísbending 2

Með því að bera saman skipið á myndinni og skipin á listaverkinu er hægt að finna nafnið á skipinu. 

Vísbending 3

Skoðaðu t.d. möstrin á myndinni. Hvaða skip er með eins möstur?

Skjalageymslan

Vísbending 1

Lestu hverja vísbendingu nákvæmlega, hver vísbending ætti að gera þér kleift að útiloka einhverjar skúffur.

Vísbending 2

Með því að útiloka skúffur, ættir þú að eiga eina eftir sem er þá rétta skúffan.

Vísbending 3

Gefðu þér tíma, og merktu við skúffurnar sem þú útilokar. 

Áhafnarlistinn

Vísbending 1

Skoðaðu kistilinn vel. 

Vísbending 2

Er eitthvað á kistlinum sem getur sagt okkur hvað eigandi hans heitir?

Vísbending 3

Það er skammstöfun á kistlinum. Hvaða maður á áhafnarlistanum á þessa skammstöfun?

Gráa umslagið

Vísbending 1

Það þarf að lesa úr töflunni til að fá bókstafi. 

Vísbending 2

Tvö tákn mynda einn staf, eitt tákn lárétt og eitt lóðrétt. 

Vísbending 3

Skrifaðu lausnina í töfluna og þú ættir að vera með tölu. 

Svarta umslagið

Vísbending 1

Origami er japönsk aðferð við að brjóta saman blað til að mynda fígúrur. Gættu þess að blaðið snúi rétt þegar þú hefst handa.

Vísbending 2

 Fylgdu leiðbeiningunum og þú færð fisk. 

Vísbending 3

Er fiskurinn tilbúinn? Þú ættir að geta séð tveggja stafa tölu.

Brúna umslagið

Vísbending 1

Þú þarft að byrja á því að leysa krossgátuna.

Vísbending 2

Svörin í krossgátunni má finna í Handbókinni um hafið. 

Vísbending 3

Stafirnir í lituðu reitunum gefa þér stafina sem þú þarft að raða upp í rétta röð til að mynda tveggja stafa tölu. 

Fjólubláa umslagið

Vísbending 1

Þú þarft að fylla út í töfluna til að fá út tölurnar sem þú þarft að nota. 

Vísbending 2

Leggðu saman reitina sem eru öðruvísi á litinn. 

Vísbending 3

Þú ættir að standa eftir með tveggja stafa tölu.