Vísbendingar
Umslag 1
Vísbending 1
Oft má finna ýmsar upplýsingar í sorpi fólks. Er eitthvað áhugavert sem þú sérð þarna?
Vísbending 2
Geturðu raðað saman blaðinu?
Vísbending 3
Löngu renningarnir mynda saman blað. Við þurfum að geta lesið það blað til að finna lykilorðið að myndavélakerfinu.
Umslag 2
Vísbending 1
Ertu búin/n að leysa dulmálið? Prófaðu að hliðra stöfunum til um eitt sæti.
Vísbending 2
Vísbending 3
Ertu búin/n að finna sparkvöllinn á kortinu? Til að komast að því í hvaða reit sparkvöllurinn er, þá verður þú að byrja á því að finna sparkvöllinn. Þú sérð á kortinu daufar línur, sem skipta því niður í ferhyrninga. Utan við myndina eru nokkrir bókstafir og nokkrir tölustafir. Þú verður að elta fyrst láréttu línurnar sitt hvoru megin við sparkvöllinn, til að finna bókstafinn sem er á milli þeirra. Svo eltirðu lóðréttu línurnar og finnur töluna sem er á milli þeirra. Lausnin er fundin með því að hafa bókstafinn fyrst og töluna svo. |
Umslag 3
Vísbending 1
Fyrsta talan vísar í blaðsíðutalið.
Vísbending 2
Önnur talan vísar í línu á síðunni.
Vísbending 3
Þriðja talan vísar í bókstafinn í línunni.
Seinni hluti – Vísbending 1
Þú þarft að leggja glæruna ofan á kortið til að finna rétt götuheiti.
Seinni hluti – Vísbending 2
Gættu þess að endi táknsins sé við sparkvöllinn.
Seinni hluti – Vísbending 3
Leggðu svo glæruna þannig að táknið á henni liggi nákvæmlega ofan á götum á kortinu, það er bara ein leið til að leggja glæruna þannig, en þú verður að finna það út.
Umslag 4
Vísbending 1
Finndu muninn á myndunum tveim.
Vísbending 2
Myndin í bæklingnum frá listasafninu er mynd af hinu raunverulega málverki.
Umslag 5
Vísbending 1
Rektu leið músarinnar að ostinum.
Vísbending 2
Þegar þú hefur fundið leiðina frá músinni að ostinum sérðu að þú dróst strik í gegnum 4 tölur.