Vísbendingar – Sveitagátan
Veðurfréttirnar
Vísbending 1
Hlustaðu vel á veðurfréttirnar.
Vísbending 2
Í fyrsta kafla sögunnar kemur fram hvar Brekka er.
Vísbending 3
Hlustaðu á veðurfréttirnar og taktu eftir hve mikil úrkoma á að vera í Efstadal.
Umslag 1
Vísbending 1
Eltu leiðir kindanna svo þú sjáir hver á að fara í hvaða hlið.
Vísbending 2
Til að geta svarað spurningunni þarftu að bera kindurnar við spjaldið um liti íslensku kindarinnar.
Vísbending 3
Veldu rétta lýsingu á kindinni sem á að fara um hliðið. |
Umslag 2
Vísbending 1
Hvað þarf Magnús að fara margar ferðir yfir 200 metra breitt túnið með 4 metra breiðu sláttuvélinni?
Vísbending 2
Deildu breidd túnsins með breidd sláttuvélarinnar.
Vísbending 3
Nú þegar við vitum hvað Magnús þarf að fara margar ferðir getum við margfaldað fjölda ferðanna með þeim tíma sem það tekur hann að fara eina ferð.
Umslag 3
Vísbending 1
Krakkarnir þurfa að stikla yfir mýrina, dragðu línu milli þúfnanna.
Vísbending 2
Berðu línuna sem þú dróst saman við myndirnar á skjánum.
Vísbending 3
Það geta verið nokkrar leiðir til að komast á milli, en mundu að stíga á allar þúfurnar!
Umslag 3.1
Vísbending 1
Klipptu út fjalirnar svo þú getir raðað þeim rétt.
Vísbending 2
Notaðu línurnar á fjölunum til að hjálpa þér að raða þeim rétt saman.
Vísbending 3
Þegar búið er að raða fjölunum saman er hægt að lesa tölurnar í réttri röð.
Umslag 3.1.1
Vísbending 1
Skoðaðu hreiðrin og finndu hvert þeirra er hrafnshreiður.
Vísbending 2
Mundu að Bjössi lýsti hrafnslaup fyrir krökkunum fyrr í sögunni.
Vísbending 3
Ef lýsing Bjössa dugar ekki, prófaðu þá að leita á internetinu.
Umslag 4
Vísbending 1
Stundum þarf að horfa á hlutina frá nýju sjónarhorni.
Vísbending 2
Prófaðu að velta kortinu til.
Vísbending 3
Þegar horft er á kortið frá ákveðnu sjónarhorni koma í ljós nokkur orð.
Umslag 5
Vísbending 1
Hvar fundu krakkarnir úrið?
Vísbending 2
Hver gæti hafa sett það þangað?
Vísbending 3
Hver er svo glysgjarn að hann myndi vilja taka glansandi úr?