Hvað er Spæjaraskólinn?


Spæjaraskólinn eru ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára. Í hverjum kassa er ráðgáta, þar sem aðalpersónurnar, Klara Sif og Atli Pawel, lenda í dularfullum aðstæðum og þurfa aðstoð áskrifenda til að leysa gátuna. Í hverjum kassa er saga, auk nokkurra þrauta og verkefna sem þarf að leysa til að fá næsta kafla og næstu þrautir, og að lokum komast að lausn gátunnar.

Hugmyndin á bak við Spæjaraskólann er í stuttu máli sú að veita krökkum skemmtilegt afþreyingarefni, sem er á sama tíma áskorun. Efnið er samsett þannig að krakkarnir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa gátuna, því annars gengur dæmið ekki upp. Spæjaraskólinn gefur krökkum tækifæri til að upplifa sig sem hluta af teyminu og að þau geri gagn við lausn gátunnar.  

Ráðgátukassar eru vinsæl afþreying erlendis, en þar er þeim einkum beint að fullorðnum. Ráðgátukassar eru skemmtileg leið til að þroska ályktunarhæfni, lífsleikni og rökhugsun, auk þess að læra að meta upplýsingar. Sögurnar í kössunum byggja á samfélagi okkar og sögu, og með því vonumst við til að vekja áhuga krakka á ýmsum þáttum samfélagsins.

Vefverslun

Sveitagátan

Klara Sif og Atli Pawel fara í sveitina til frændfólks Klöru. Þar hverfur mikilvægur hlutur úr rakstrarvélinni, svo það lítur út fyrir að ekki náist að bjarga heyinu áður en rigning skellur á!

Víkingagátan

Klara Sif og Atli Pawel finna fornminjar frá víkingatímanum. Þau hitta forfallinn grúskara, sem hefur brennandi áhuga á landnámi svæðisins í kringum Sólvík. Það sem Atli og Klara finna sýnir fram á að margir fræðimenn hafi haft rangt fyrir sér…

Fjörugátan

Klara Sif og Atli Pawel finna gamlan læstan kistil í fjörunni. Þau vilja komast að því hvað er í honum og finna eigandann ef mögulegt er. Til að geta opnað kistilinn þvælast þau um allan bæ að afla sér upplýsinga, og sumar er erfiðara að finna en aðrar!

Listaverkagátan

Merkilegt málverk hverfur af Listasafni Sólvíkur. Klara Sif sannfærir Atla Pawel um að þau geti án efa aðstoðað við að finna málverkið, og innan skamms eru þau komin á kaf í rannsókn málsins. En til að þau geti leyst gátuna þurfa þau aðstoð frá þér!

Fylgdu okkur


Ráðgátur ehf.
kt. 560120-0520
Vsk.nr. 133731
Hjallavegi 18
530 Hvammstangi
radgatur@radgatur.is

Hafðu samband