Hvað er Spæjaraskólinn?


Spæjaraskólinn eru ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára. Í hverjum kassa er ráðgáta, þar sem aðalpersónurnar, Klara Sif og Atli Pawel, lenda í dularfullum aðstæðum og þurfa aðstoð til að leysa gátuna. Í hverjum kassa er saga, auk nokkurra þrauta og verkefna sem þarf að leysa til að fá næsta kafla og næstu þrautir, og að lokum komast að lausn gátunnar.

Hugmyndin á bak við Spæjaraskólann er í stuttu máli sú að veita krökkum skemmtilegt afþreyingarefni, sem er á sama tíma áskorun. Efnið er samsett þannig að krakkarnir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa gátuna, því annars gengur dæmið ekki upp. Spæjaraskólinn gefur krökkum tækifæri til að upplifa sig sem hluta af teyminu og að þau geri gagn við lausn gátunnar.  

Ráðgátukassar eru vinsæl afþreying erlendis, en þar er þeim einkum beint að fullorðnum. Ráðgátukassar eru skemmtileg leið til að þroska ályktunarhæfni, lífsleikni og rökhugsun, auk þess að læra að meta upplýsingar. Sögurnar í kössunum byggja á samfélagi okkar og sögu, og með því vonumst við til að vekja áhuga krakka á ýmsum þáttum samfélagsins.

Vefverslun

Gátutríó

Þrír ráðgátukassar af handahófi saman í pakka. Hver ráðgátukassi hefur sjálfstæðan söguþráð og því hægt að leysa kassana í hvaða röð sem er. Tilvalið í jólapakkana eða fyrir fjölskyldukvöldin.

Bréfgátan

Þegar Klara Sif og Atli Pawel eru að hjálpa mömmu og ömmu Klöru finna þau bunka af gömlum bréfum.  Bréf sem virðast koma víðsvegar að frá Evrópu,  en hver er Signý og hvaðan koma öll þessi bréf?

Dýragátan

Klara Sif og Atli Pawel verða miður sín þegar hundurinn Fenrir verður veikur. Fljótlega uppgötva þau að fleiri dýr í Sólvík eru veik og ákveða að finna út hvað veldur veikindum dýranna.

Vitagátan

Klara Sif og Atli Pawel fara með pabba Atla að kveikja ljósið á Sólvíkurvitanum, en verkið virðist vera flóknara en fyrst var haldið og allt gengur á afturfótunum. 

Fylgdu okkur

Hafðu samband